Tekist á við frelsið

2016
Hulda Rós Guðnadóttir
Art essay, artzine.is

Download

Listsköpun sem rannsóknartæki er áhugavert fyrirbæri sem fleiri og fleiri hafa gefið gaum. Ekki eru til margar bækur sem skrifaðar eru út frá sjónarhóli listamanna sjálfra um hvernig þeir líta á listsköpun sína sem rannsóknartæki og er því fagnaðarefni þegar slík bók kemur út. Í fyrra gaf Crymogea út bókina ‘Make a Painting of Trees Growing in a Forest / Erla S. Haraldsdóttir Selected Works’ (2015). Bókin var gefin út af tilefni einkasýningar Erlu í listasafninu í Kalmar í Svíþjóð síðla hausts sama ár og var útgáfan gerð möguleg vegna styrks frá Längmanska listasjóðnum í Svíþjóð og Myndlistarsjóðnum á Íslandi. Erla sjálf hefur verið búsett í Berlín í Þýskalandi um árabil og ólst upp bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún er einn af eftirtektaverðustu listamönnum þjóðarinnar og á verk í eign helstu listasafna landsins.

Read Full Text online