Í spor listamanna

2012
Icelandic National Television "RÚV" , evening news
23.05.2012 - 21:15
About M.E.E.H at the SIM house

í SÍM húsinu í Hafnarstræti stendur yfir óvenjuleg myndlistasýning þar sem áhorfendur eru leiddir í gegnum ferli sem endar með því að þeir fá verkefni til úrlausnar. Þeirra eigin verk koma svo jafnvel út á dvd disk eða verða birt með örðum hætti.

Verkefnin eru afrakstur hugmyndavinnu fjögurra listamanna sem skipa hópinn M.E.E.H. Þau taka þátt í myndlistaverkefninu Sjálfstæðu fólki á Listahátíð. “hugmyndin er að við erum að gefa hvort öðru verkefni; og í staðinn fyrir að vera myndlistamaður einn á vinnustofunni að bíða eftir hinni fullkomnu hugmynd þá gefur í rauninni einhver annar þér hugmyndina,” segir Erla Haraldsdóttir.

Áhorfandinn setur sig því í spor myndlistamanns sem er kominn út fyrir sinn þægindaramma með því að leysa ákveðið verkefni. ” Í skálinni eru efni sem fást í stórmörkuðum og upp gýs lykt af kapítalisma. Efnin eru færð yfir á næsta stólpa og síðan fer áhorfandinn undir áhrifum efnanna og kastar teningum. Talan sem kemur upp hefur tilvísun í ákveðið verkefni sem áhorfandinn fær. Til dæmis að lýsa lit fyrir móður sinni eða barni með því að nefna 23 mismunandi hluti eða semja hæku um dag í lífi sínu og fara með það fyrir ástvin. Nota má hvaða aðferð sem er til þess að skjalfesta verkefnið og síðan á að senda það til listamannanna í tölvupósti.”

Website