Lecture at Iceland Academy of the Arts
Difficulty of Freedom / Freedom of Difficulty
Erla stundaði nám í Royal Institute of Fine Art í Stokkhólmi, San Franscisco Arts Institute og lauk meistaragráðu í myndlist frá Konsthögskolan Valand, Göteborg árið 1998. Erla hefur haldið fjölda sýninga hér heima sem ytra. Hún hefur kennt við Listháskóla Íslands og er nú gestaprófessor í Listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð.
Í fyrirlestri sínum mun Erla fjalla um bókina Difficulty of Freedom / Freedom of Difficulty sem er afrakstur samstarfs listamanna og listnema við Listaháskólann í Umeå í Svíþjóð og Listaháskóla Íslands undir stjórn Erlu og Carin Ellberg. Tilgangur verkefnisins var að fá listamenn til að vinna innan fyrirfram ákveðins kerfis með það að markmiði að breyta nálgun þeirra við sköpunarferlið. Erla mun einnig fjalla um sýningu sína Visual Wandering sem mun opna í Listasafni ASÍ þann 11. október næstkomandi. Á undanförnum árum hefur Erla lagt stund á fígúratíva málaralist þar sem hún skoðar hvernig minningar, tilfinningar og sjónræn skynjun vinna saman. Hún hefur nýtt til þess ýmsa miðla eins og hreyfimyndir, vídeó og ljósmyndaklipp og reynir að endurskapa raunveruleikann út frá eigin hugarheimi.
Bókin Difficulty of Freedom / Freedom of Difficulty er gefin út af bókaútgáfunni Crymogea í samstarfi við Listaháskólann í Umeå í Svíþjóð.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Institution
Iceland Academy of the Arts